Hver kennslustund verður skipt í tvo hluta.
Í fyrri hlutanum munu þátttakendur kanna hvað jóga raunverulega er — hvernig það hefur jákvæð áhrif á líkama og huga, og hvers vegna það er talið öflugt tæki til lækningar. Þú munt læra grunnreglur jóga og fá skilning á tilgangi þess og heimspeki.
Seinni hlutinn felur í sér leiðsögn í hugleiðslu, jógaæfingar sem henta byrjendum og öndunaræfingar sem miða að því að róa hugann og stuðla að almennri vellíðan.
Hvort sem þú ert algjör byrjandi eða vilt dýpka skilning þinn, býður þetta námskeið upp á blíða og heildræna kynningu á jógaiðkun.
Athugið að námskeiðið er kennt á ensku.
Búnaður:
Yoga dýnur eru á staðnum en gott er þó að koma með eigin. Einnig þurfa nemendur að koma með handklæði.
Fyrir hverja?
Alla sem hafa áhuga á Jóga og vilja læra grunnin.
Staður: Leiðin Heim
Tími: 4. feb og 11. feb 18:00-20:00
Leiðbeinandi: Kamila Walijewska, jóga kennari.