Flokkar: Gott að vita

Að mæta kvíða með samkennd

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu áskoranir þeirra sem eru að takast á við kvíða og skoðað hvað býr að baki hans. Kenndar verða hagnýtar og gagnlegar leiðir til að mæta kvíðanum með auknum skilningi, hugrekki og samkennd.

Eftir þátttöku á þessu námskeiði munt þú geta:

  • skilið betur hvað býr að baki kvíðans
  • iðkað samkennd í eigin garð
  • hvatt þig áfram með samkennd 

Dagsetningar: Fimmtudagar 14., 21. og 28. nóvember.

Kl. 17:00-19:00.

Lengd: 6 klst.

Staður: Framvegis, Borgartún 20.

Leiðbeinandi: Anna Dóra Frostadóttir er sérfræðingur í klínískri sálfræði og vinnur á Núvitundarsetrinu. Þar sinnir hún greiningu og almennri sálfræðimeðferð fullorðinna og leiðir hópnámskeið. Hún hefur sérhæft sig í nálgun HAM, ACT, núvitundar og samkenndar.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita