Flokkar: Lengra nám

Uppleið – nám byggt á hugrænni atferlismeðferð er nám sem ætlað er að ná til þeirra einstaklinga innan markhóps framhaldsfræðslu sem síst afla sér menntunar og greiða leið þeirra til áframhaldandi náms og virkni með hvatningu og sjálfstyrkingu að leiðarljósi. Markmiðið er að auka færni námsmanna til að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðfarðar (HAM) í daglegu lífi og breyta þannig hugsun, tilfinningum og hegðun og í kjölfarið viðhalda betri líðan. í námskránni Uppleið er einnig að finna skimunarferli fyrir þunglyndi og kvíða sem mælt er með að notað verði áður en námið fer af stað.

Farið er af stað með hópa í náminu þegar næg þátttaka fæst. Einnig bjóðum við stofnunum og fyrirtækjum að setja af stað lokaða hópa.

Námsgreinar

  •  Þunglyndi og kvíði
  • Markmið
  • Breytt hugsun - breytt líðan
  • Sjálfsmat og sjálfsefling
  • Bakslagsvarnir

Nánari upplýsingar er að finna í námskrá

Hæfniviðmið

 

Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Hugrænni atferlismeðferð (HAM)
  • Tengslum hugsana, tilfinninga og hegðunar
  • Eigin tilfinningum
  • Áhrifum hugsana á líðan
  • Hvernig hægt er að skipta neikvæðum hugsunum út fyrir hjálplegar

Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:

  • Tengja eigin hugsanir við andlega og líkamlega líðan sína og hegðun
  • Sjá samhengið á milli þess hvernig hann hugsar, líður og hegðar sér

Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Gera sér grein fyrir hvað skiptir máli til að ná árangri í HAM
  • Nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar í daglegu lífi
  • Hafa áhrif á eigin líðan með því að breyta hugsunum eða hegðun
  • Breyta eigin hugsunum og tilfinningum
  • Beita bakslagsvörnum út frá mati á eigin líðan  

Inntökuskilyrði

Námið er fyrir þá sem eru 18 ára og eldri og eru þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi. Námið er sérstaklega ætlað einstaklingum með stutta skólagöngu að baki, búa jafnvel við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku og vilja efla starfshæfni sína.

Tilhögun náms

Uppleið hefur ýmist verið kennd einu sinni eða tvisvar í viku, 2 klst í senn. Námskráin eru 40 klukkustundir í heildina þar af 24 með leiðbeinanda, sem þýðir að námsmenn eru 12x2 klst í skólanum og gert er ráð fyrir 16 klst í heimanám. Námið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu bæði í kennslustundum og utan þeirra. 

Verð

10.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.

Nánari upplýsingar

í síma 581 1900 og framvegis@framvegis.is 

2024 vorönn