Flokkar: Gott að vita

Þátttakendur læra að tempra súkkulaðið og búa til Íslandseggið úr Nóa sírius rjómasúkkulaði sem að hægt er að setja t.d. málshátt inní.

Allt hráefni fyrir í páskaeggjagerðina er innifalið fyrir utan það sem þátttakendur vilja setja inn í páskaeggið. Þátttakendur þurfa því að hafa með sér: nammi eða glaðning (t.d hring), málshætti/orðsendingu sem á að vera inn í eggjunum. Gott er að miða við eitthvað létt nammi eins og Nóa Kropp eða sambærilegt.

https://www.facebook.com/konfektnamskeid/

Boðið er upp á tvö námskeið sama daginn:

Dagsetning: Mánudagur 11. mars

Námskeið 1 kl. 18:00-19:30

Námskeið 2 kl. 20:00-21:30

Lengd: 1,5 klst

Staður: Gala Veislusalur Smiðjuvegi 1 Kópavogi

Leiðbeinandi: Halldór Kr. Sigurðsson bakari og konditor. Hann hefur í fjölda ára kennt áhugasömum að búa til dýrindis konfekt, kransakökur og páskaegg.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.