Flokkar: Gott að vita

Matur og loftslag

Matur og loftslagsbreytingar, matvælaframleiðsla ber ábyrgð á um 1/4 af losun gróðurhúsloftegunda á heimsvísu. Því skiptir gríðarlega miklu máli að við séum meðvituð um hvað við veljum á diskinn okkar, hvernig við meðhöndlum það og nýtum.

Enginn einn getur gert allt, en við getum öll gert eitthvað. Á þessu námskeiði munum við fara yfir hvaða matur er með þyngsta kolefnissporið og hvernig við getum notað annað hráefni. Við vinnum með flexiterian mataræði og förum ýtarlega yfir nýtingu hráefnis og hvernig sporna megi við matarsóun. Síðast en ekki síst eldum við fjölbreytta loftslagsvæna rétti og setjumst niður og borðum saman. Ekki viljum við að neitt fari til spillis og því er gott að taka með sér box til að taka mat með heim.

Allir þáttakendur elda nokkra rétti sem við síðan borðum saman í lok námskeiðs. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér eitthvað sem hefur dagað upp í skápum, t.d þurrvöru og við notum það m.a. til að töfra fram nýjan mat.

Gott að taka með sér svuntu, inniskó og box fyrir allan góða matinn sem eldaður verður og gefa fólkinu heima.

Dagsetning: Þriðjudagur 9. apríl

Kl. 17.30-22.00

Lengd: 4 til 4,5 klst.

Staður: Hússtjórnarskóli Reykjavíkur, Sólvallagötu 12, 101 Reykjavík

Leiðbeinandi: Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari og kennari, hún rak grænmetisstaðinn Á næstu grösum um árabil og síðar veisluþjónustuna Culina. Dóra hefur verið með námskeiðahald sl. 20 ár oftast með áherslu á grænmetisfæði. Jafnframt kokkeríinu hefur hún verið að vekja athygli á matarsósun undanfarin ár og verið virk í umhverfismálum.

Athugið að þessi viðburður er eingungis fyrir félagsfólk Sameykis.