Flokkar: Gott að vita

Marokkó fyrir ferðamenn

Marokkó laðar til sín ferðamenn sem aldrei fyrr. Þegar farið er á framandi slóðir getur verið gagnlegt að kynna sér áfangastaðinn. Á þessu námskeiði fjallar Sonja, sem er frá Marokkó, um ýmsa þætti sem gera undirbúning ferðarinnar auðveldari og ferðina sjálfa ánægjulegri. Sonja hefur skipt umfjöllun sinni í nokkra þætti:

  • Landafræði og saga
  • Veður og gjaldmiðill
  • Menning og tungumál
  • Helstu ferðamannastaðir, hvernig er best að ferðast um landið og áhugaverðir staðir til að skoða
  • Matarmenning, vinsælasti maturinn og nokkrar uppskriftir.

Dagsetning:  Miðvikudagar 18. og 25. október og 1. nóvember

Kl: 17:30-19:30

Lengd: 6 klst.

Staður: Framvegis, Borgartún 20, 3ja hæð

Leiðbeinandi: Sonja Jósefsdóttir, sem er frá Marokkó og hefur búið í 24 ár á Íslandi.

Athugið að þessi viðburður er eingungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita

Ummæli

Sonja var alveg einstaklega góð í að fræða og veita innsýn inn líf og menningu Marókkó. Mjög gott að hlusta á hana, hún hélt athyglinni allan tímann, hún var vökul fyrir spurningum okkar og var bara æðisleg í alla staði!! Skemmtileg, yndisleg og alveg frábær :)

Það má skila til hennar æðislegri góðri þakkarkveðjur fyrir frábært námskeið!!

 

-

Sonja var lífleg, skemmtileg og kynnti móðurlandið sitt vel.

 

-