Flokkar: Gott að vita

Hugræn atferlismeðferð - örnámskeið

Námskeiðið er stytt útgáfa að HAM (hugrænni atferlismeðferð) þar sem þátttakendur fá kynningu á helstu hugtökum og aðferðum og fá tækifæri til að gera æfingar í tímum og heima.

Þátttakendur læra að skilja betur samspil hugsana, tilfinninga, líkamsviðbragða og hegðunar sem stjórna liðan okkar.  Einnig að skilja vítahringi óhjálplegra hugsana og hegðunar og hvað er hægt að gera til að breyta hugarfari og hegðun.  Einnig verður fjallað um algengar hugsanaskekkjur, kjarnaviðhorf, lífsreglur og bjargráð sem geta leitt til aukinnar virkni og betri heilsu.

Um HAM: Hugræn atferlismeðferð (HAM) er hentug fyrir einstaklinga sem finna fyrir vanlíðan vegna t.d. depurðar, kvíða, streitu eða lags sjálfsmats og vilja læra aðferðir til að bæta líðan sína.

Dagsetningar: Þriðjudagar 14., 21. og 28. nóvember

Kl. 18:00-20:00

Lengd: 6 klst.

Staður: Framvegis, Borgatún 20

Leiðbeinandi: Guðbjörg Daníelsdóttir er sálfræðingur, núvitundarleiðbeinandi og kennari og starfar á Núvitundarsetrinu Borgartúni 20. Guðbjörg hefur starfað sem klínískur sálfræðingur frá árinu 2003 og hefur víðtæka reynslu af meðferð geðrænna vandamála fullorðinna s.s. þunglyndis, kvíða og tilfinningalegra erfiðleika.  Í meðferðarvinnu beitir Guðbjörg helst aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM), díalektískrar atferlismeðferðar (DAM) auk þess að nýta aðferðir núvitundar og samkenndar í eigin garð.  Samhliða klínísku starfi hefur Guðbjörg sinnt kennslu í sálfræði í fjölmörg ár, bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi og hefur m.a. kennt sálfræði í stundakennslu við LHÍ frá árinu 2006.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita