Flokkar: Gott að vita

Á þessu ítarlega námskeiði verður því rætt um lífeyrismál og fjármál á efri árum með sérstakri áherslu á hvað yngra fólk getur gert í dag til að bæta stöðu sína síðar á lífsleiðinni.

Meðal þess sem um verður rætt er:

  • Hvernig reikna má út hver staðan verður þegar náð er tilteknum aldri
  • Hvernig möguleg samsetning tekna getur verið
  • Greiðsla lífeyris og hvenær best er að sækja um hjá lífeyrissjóðum
  • Hlutverk viðbótarlífeyris og annarar séreignar
  • Möguleiki á hlutastarfi og töku hálfs lífeyris
  • Greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar
  • Fjárhagslegt öryggi maka og barna
  • Eignir og skuldir

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum sem ekki hafa þegar sótt um lífeyri, ekki síst þeim sem eru yngri en 60 ára. Því yngri sem þátttakendur eru, því meira geta þeir tileinkað sér í dag til að bæta úr fjárhagslegri stöðu sinni á lífeyrisaldri.

Engin þekking á málaflokknum er nauðsynleg.

Ávinningur

Afar mikill fjárhagslegur ávinningur getur fólgist í því að undirbúa fjármál á lífeyrisaldri snemma. Með góðum undirbúningi má klæðskerasníða starfslokin með þeim hætti að við njótum fjármuna okkar sem best og lágmörkum líkur á mistökum.

Dagsetning:  Þriðjudagur 20. febrúar

Kl. 19:00-21:00

Lengd: 2 klst.

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson er sjálfstæður fjármálaráðgjafi með 16 ára reynslu af fjármála- og lífeyrisráðgjöf fyrir einstaklinga Björn Berg | fjármálaráðgjöf (bjornberg.is). Hann var áður meðal annars deildarstjóri greiningardeildar Íslandsbanka og fræðslustjóri bankans.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Ummæli

Frábært námskeið og kennarinn mjög góður

Þátttakandi á námskeiði hjá Birni í Gott að vita -

Mjög upplýsandi námskeið. Frábær fyrirlesari með allt sitt á hreinu!

Þátttakandi á námskeiði hjá Birni í Gott að vita -