Flokkar: Gott að vita

Chalkboard lettering - krítartöfluskreytingar

Það er fátt sem gleður augað eins og fallega teiknuð skilaboð í nærumhverfi.

Á þessu þriggja skipta námskeiði leiðir Ingi Vífill, eigandi Reykjavík Lettering, þátttakendur inn í undraheim leturteikningar þar sem við kynnumst helstu reglum, venjum og hefðum krítartöfluteikningar.

Námskeiðið samanstendur af jafnri blöndu af verklegum æfingum og fræðslu um letur og týpógrafíu.

Þátttakendur þurfa bara að mæta með góða skapið en öll námsgögn verða til staðar.

Sjá nánar um Reykjavik Lettering á:

Dagsetningar:  Ath. breyttar dagsetningar: Miðvikudagar 29. nóvember, 6. og 13. desember 

Kl. 19:00-21:00

Lengd: 6 klst

Staður: Framvegis, Borgartúni 20, 3.hæð

Leiðbeinandi: Ingi Vífill er grafískur hönnuður og kallígrafer og eigandi Reykjavík Lettering. Hann hóf rekstur þess 2018 með kennslu skrautskriftarnámskeiða, en einnig hefur hann gefið út kennslubókina Skriftarbók fyrir fullorðna, sem kennir klassíska lykkjuskrift fyrir fullorðna.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita