Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði sem skipta máli við bollakökubakstur og skreytingar. Þátttakendur eru leiddir áfram skref fyrir skref þar sem bollakökur eru bakaðar, bollakökukrem búið til ásamt því að fá innsýn inn í þær aðferðir sem henta vel til að skreyta bollakökur.
Þátttakendur fræðast um áhöld, form, matarliti ásamt hráefnum sem notuð eru við baksturinn og skreytingarnar.
Námskeiðið er uppbyggt með það í huga að þátttakendur geti bakað og skreytt á sama tíma og þeir horfa og hlusta.
Fyrir þau sem vilja baka og skreyta er inkaupa/áhaldalisti hér að neðan. En einnig er velkomið að fylgjast með án þess að baka og skreyta.
Listi yfir hráefni og áhöld fyrir þau sem vilja baka og skreyta:
Hráefni í krem (hægt að velja um að nota Betty Crocker krem eða gera krem frá grunni)
Áhöld sem mikilvægt er að hafa við höndina ef þið ætlið að taka þátt á meðan á námskeiðinu stendur:
Mjög gott að vera með bollakökubökunarmót. Sjá hér MUFFINSFORM - BLOMSTERBERG - Líf og List (lifoglist.is)
Dagsetning: Fimmtudagur 12. október
Kl. 17:30-19:00
Lengd: 1,5 klst.
Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.
Leiðbeinandi: Hjördís Dögg Grímarsdóttir er kennari að mennt og eigandi baksturssíðunnar mömmur.is. Í fjölda ára hefur hún galdrað fram gómsætar kökur og kennt fólki að gera slíkt hið sama.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.
Ljómandi gott og skemmtilegt námskeið og stóðst fyllilega mínar væntingar
-
Virkilega skemmtilegt og fræðandi námskeið, mjög góður leiðbeinandi
-