Flokkar: Gott að vita

Akríl pouring - fluid art

Akríl Pouring eða Fluid Art eins og það er oft kallað er tiltölulega ný en mjög vinsæl aðferð í myndlist.Akríl pouring - fluid artMarkmið námskeiðsins er að koma þér af staðí þessari skemmtilegu tækni. Við þynnum akríl málningu með ákveðnum efnum og látum þetta fljóta yfir strigann. Útkoman er mjög skemmtileg og er þetta lang vinsælasta námskeiðið Föndurlistar. 

Notuð eru fyrsta flokks efni og gera þátttakendur 2 myndir, 30x40 og 25x30 á strekktan striga. Athugið að myndirnar verða ekki orðnar þurrar til að taka með heim sama kvöld.

 

Dagsetning: Fimmtudagur 23. febrúar

Kl. 18:00-20:00

Lengd: 2 klst.

Staður: Föndurlist, Strandgötu 75, Hafnarfirði

Leiðbeinandi: Geirþrúður Þorbjörnsdóttir eigandi Föndurlistar sem er sjálflærð Mixed Media listamaður með áratuga reynslu í námskeiðahaldi.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita

Ummæli

Verulega skemmtilegt, ég er afar ánægð og væri til að fara á námskeiðið aftur.

-