Flokkar: Gott að vita

 

Lestarferðalög bjóða upp á ævintýralega möguleika, þægilegan fararmáta við allra hæfi og stundum með fegursta landslag beint fyrir utan gluggann. Hugurinn fer á flug og hjartað tekur gleðikipp.

Á námskeiðinu fræðumst við um þennan fararmáta. Sérstök áhersla er lögð á lestir í Evrópu og hvernig hægt er að komast um á þægilegan hátt, styttri og lengri leiðir. Farið verður í praktíska hluti, hvernig hægt er að skipuleggja og bera sig að á lestarstöðvum. Sérstaklega verður fjallað um undraheim næturlestanna.

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:

  • Lestir sem raunhæfur og þægilegur ferðamáti
  • Leiðarkort
  • Mismunandi farrými
  • Miðakaup
  • Lestarpassar (s.s. Interrail)
  • Hvernig á að lesa úr skiltum
  • Réttur pallur og rétt svæði

Fyrir alla áhugasama um ferðalög með lestum. Nýtist vel þeim sem hafa litla eða enga reynslu af lestum og þurfa praktísk ráð til að bruna af stað.

Dagsetning:  Þriðjudagur 27. febrúar

Kl. 19:00-22:00

Lengd: 3 klst.

Staður: Framvegis, Borgartún 20.

Leiðbeinandi: Guðrún Ólafsdóttir er heimshornaflakkari til nokkurra áratuga. Síðustu árin hefur hún iðulega notfært sér lestarsamgöngur erlendis og tekið sérstöku ástfóstri við næturlestir. Bara tilhugsunin um að sitja í lest og horfa á umhverfið þjóta hjá vekur upp spennu og  tilhlökkun vegna næsta ferðalags.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.