Lestarferðalög bjóða upp á ævintýralega möguleika, þægilegan fararmáta við allra hæfi og stundum með fegursta landslag beint fyrir utan gluggann. Hugurinn fer á flug og hjartað tekur gleðikipp.
Á námskeiðinu fræðumst við um þennan fararmáta. Sérstök áhersla er lögð á lestir í Evrópu og hvernig hægt er að komast um á þægilegan hátt, styttri og lengri leiðir. Farið verður í praktíska hluti, hvernig hægt er að skipuleggja og bera sig að á lestarstöðvum. Sérstaklega verður fjallað um undraheim næturlestanna.
Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:
Fyrir alla áhugasama um ferðalög með lestum. Nýtist vel þeim sem hafa litla eða enga reynslu af lestum og þurfa praktísk ráð til að bruna af stað.
Dagsetning: Þriðjudagur 27. febrúar
Kl. 19:00-22:00
Lengd: 3 klst.
Staður: Framvegis, Borgartún 20.
Leiðbeinandi: Guðrún Ólafsdóttir er heimshornaflakkari til nokkurra áratuga. Síðustu árin hefur hún iðulega notfært sér lestarsamgöngur erlendis og tekið sérstöku ástfóstri við næturlestir. Bara tilhugsunin um að sitja í lest og horfa á umhverfið þjóta hjá vekur upp spennu og tilhlökkun vegna næsta ferðalags.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.