Flokkar: Gott að vita

Ein á ferðalagi – Ævintýri handan við hornið

Að ferðast ein eða einn er allt öðruvísi en að vera með öðrum á ferð. Frelsi til að gera það sem hugurinn vill hverju sinni án þess að hafa áhyggjur af öðrum. Við þurfum ekki að bíða eftir því að finna ferðafélaga, við þurfum ekki að laga okkur að áhuga og óskum annara varðandi áfangastað, gististað, mataröflun og tímasetningar. Við förum þegar okkur langar til og við gerum það sem við viljum gera og það er frábært! Ævintýrin bíða okkar handan við hornið og við skoðum hvað þarf að hafa sérstaklega í huga þegar við erum ein á ferð.

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:

  • Hvers vegna ein á ferð?
  • Öryggi á ferðalögum
  • Fjölbreytilegur fararmáti; skip, lest, flug, hjól o.fl
  • Gistimöguleikar
  • Ævintýraþrá, hugrekki
  • Einvera, njóta án annara
  • Praktísk ráð
  • Áhugavert og nytsamlegt efni á netinu

Námskeið fyrir alla áhugasama um að ferðast einir og fyrir þá sem vilja fá hvatningu og innblástur til að leggja af stað einir á vit ævintýranna.

Dagsetning:  Þriðjudagur 31. október

Kl. 19:00-22:00

Lengd: 3 klst

Staður: Framvegis, Borgartún 20.

Leiðbeinandi: Guðrún Ólafsdóttir er með ævintýraþrá á háu stigi, hefur búið víða erlendis og ferðast síðan 1986. Afríka, Evrópa, Suður Ameríka, Mið Ameríka, Norður Ameríka, elsku fallega Ísland. Hún er oft ein á ferð og nýtur frelsisins sem það býður upp á. 

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita