Réttur sjúkraliða

Sjúkraliðafélagið er aðili að Starfsmenntasjóði starfsmanna ríkisins ásamt nokkrum öðrum aðildarfélögum BSRB. Til þess að njóta styrkja úr sjóðnum þarf að hafa verið greitt fyrir umsækjanda til sjóðsins í eitt ár. Hámarksstyrkfjárhæð er nú 60.000 kr. Hafi umsækjandi fullnýtt þá upphæð er hann tvö ár að endurnýja rétt sinn til styrkja úr sjóðnum. Stundum greiðir einnig vinnuveitandi fyrir námskeið sjúkraliða. Í þeim tilvikum þarf að senda stað-festingu frá vinnuveitenda þegar skráð er á námskeið. Sjá nánar á heimasíðu félagsins www.slfi.is


Réttur félagsmanna SFR

Úthlutunarreglur starfsmenntasjóðsins eru háðar stöðu hans á hverjum tíma, en eru nú þannig að styrkur til námskeiðssóknar er að hámarki 80% kostnaðar náms- eða skólagjalda umsækjanda og getur hæstur orðið yfir tveggja ára tímabil kr. 80.000 fyrir námskeið. Sjóðfélagar skulu hafa verið félagar í SFR í eitt ár til að eiga rétt á óskertum styrk. Félagar sem eru í litlu starfshlutfalli skulu hafa greitt a.m.k. 3.500 kr. í félagsgjöld á síðustu 6 mánuðum til að eiga rétt á fullum styrk. Þeir sem hafa greitt minna eiga rétt á hálfum styrk í samræmi við þessar reglur. Annað gildir þó um íslenskunám fyrir útlendinga. Hægt er að sækja um styrk rafrænt á vefsíðu SFR www.sfr.is og einnig liggja eyðublöð frammi á skrifstofu félagsins.

 

Réttur félagsmanna Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

Félagsmenn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar geta sótt styrk til námskeiða í starfsmenntasjóð félagsins. Hver umsókn er tekin fyrir af stjórn sjóðsins og úthlutað eftir mati stjórnar á umsókninni, en markmið sjóðsins eru m.a. að starfsmenn geti tileinkað sér framfarir á sínu sviði og geti í kjölfar námskeiða tekið að sér vandasamari störf en áður. Sjá nánar á vefsíðu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar www.strv.is Þar er einnig að finna rafræn umsóknareyðublöð.

 

Réttur félagsmanna í VR

Félagsmenn í VR geta sótt um fræðslustyrk úr starfsmenntasjóðum sem stofnaðir voru í tenglum við gerð kjarasamninga 2000. Fræðslustyrkirnir nema allt að helmingi námskeiðsgjalda, að hámarki kr. 60 þúsund á ári. Upphæðin fer eftir stigaeign en eitt stig er gefið fyrir hvern mánuð sem greitt er iðgjald í sjóðinn. Hægt er að sækja um styrk beint á netinu. Umsóknareyðublað liggur einnig frammi á skrifstofu VR. Fyrirspurnum skal beint til styrkir@vr.is. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíður VR, sjá hér.  

 

Réttur félagsmanna í Eflingu

Félagsmenn í Eflingu geta sótt um einstaklingsstyrki fyrir námskeiðum þar sem skilyrðin eru misjöfn eftir því í hvaða sjóð viðkomandi greiðir í. Sjóðirnir eru Starfsafl, Efling og Reykjavíkurborg, Flóamennt, Efling, Kópavogur og Seltjarnarnes og Efling, Eir og Skjól. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Eflingar sjá hér.