Um árabil hefur Framvegis átt gott samstarf við Sjúkraliðafélag Íslands um símenntun og endurmenntun sjúkraliða.
Námskeið sjúkraliða hafa verið einn meginstofninn í námskeiðahaldi Framvegis.

Sjúkraliðanámskeiðin eru öll starfstengd og metin til launa fyrir stéttina. Framvegis nýtur liðsinnis fagráðs með uppbyggingu nýrra námskeiða og á í góðu samstarfi við aðrar símenntunarmiðstöðvar um námskeiðin.  Öll sjúkraliðanámskeiðin eru kennd í staðnámi en nokkur þeirra eru fjarkennd sem auðveldar sjúkraliðum á landsbyggðinni að sækja símenntun. 

Sjúkraliðabæklingur haust 2017

Sjúkleg streita

Sjúkleg streita

Skoða nánar
Á námskeiðinu er lögð áherslu á hversu alvarleg streita getur verið. Langvarandi og viðvarandi streita keyrir á þolvarnir okkar hvort sem um er að ræða líkamlegar eða huglægar. Streita hefur verið talin hafa fylgni við 80% nútímasjúkdóma sem herjar á mannkynið í dag.
Heimahjúkrun - það er kominn gestur!

Heimahjúkrun - það er kominn gestur!

Fjar-
kennsla
í beinni
Skoða nánar
Á námskeiðinu verður fjallað um fagmennsku og samskipti sjúkraliða við notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra.
Sár og sárameðferð

Sár og sárameðferð

Skoða nánar
Á námskeiðinu er þekking sjúkraliða á sárum og sárameðferð aukin og skilningur þeirra á andlegum þáttum sem tengjast slysum og langvarandi sjúkdómum dýpkaður.
Þunglyndi aldraðra

Þunglyndi aldraðra

Fjar-
kennsla
í beinni
Skoða nánar
Skoðuð eru einkenni þunglyndis almennt og hvað einkennir þunglyndi hjá öldruðum sérstaklega. Áhersla lögð á að nemendur öðlist þekkingu á helstu meðferðarleiðum og hvað við sem einstaklingar og fagfólk getum gert til að styðja aldraða sem kljást við þunglyndi.
Geðheilsa og geðheilsuefling

Geðheilsa og geðheilsuefling

Nýtt
Skoða nánar
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu geðsjúkdóma, hvernig þeir eru greindir og meðhöndlaðir.
Ávana-, fíknilyf og hjúkrun einstaklinga með fíknisjúkdóma

Ávana-, fíknilyf og hjúkrun einstaklinga með fíknisjúkdóma

Fjar-
kennsla
í beinni
Skoða nánar
Áhersla er lögð á að sjúkraliðar öðlist þekkingu á fíkniefnum og áhrifum þeirra á líkamlega og andlega líðan.
Tannheilsa aldraðra

Tannheilsa aldraðra

Skoða nánar
Greint er frá helstu tannsjúkdómum, bólgum, sárum í munnslímhúð, munnþurrki og hvernig hægt er að meta munnheilsu skjólstæðinga. Einnig er fjallað um hversu nauðsynleg góð munn- og tannhirða er.
Að efla styrk í starfi

Að efla styrk í starfi

Fjar-
kennsla
í beinni
Skoða nánar
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að sjúkraliðar auki öryggi sitt til að ná betri tökum á starfi sínu og jafnvægi á öðrum sviðum lífsins. Einnig verður unnið með trú á eigin getu til að takast betur á við ýmsar aðstæður. Lögð er áhersla á að vinna með eigin sjálfsmynd og draga fram styrkleika hvers og eins. Erfiðar aðstæður á vinnustað eru greindar og skoðað hvar hægt er að hafa áhrif og hvernig.
Næring aldraðra

Næring aldraðra

Fjar-
kennsla
í beinni
Skoða nánar
Farið er yfir næringarþarfir aldraðra, vandamál sem geta komið upp við næringu aldraðra sem og þeim úrræðum sem við höfum til að koma til móts við þessi vandamál.
Vefjagigt og skyldir sjúkdómar

Vefjagigt og skyldir sjúkdómar

Fjar-
kennsla
í beinni
Skoða nánar
Áhersla lögð á að auka þekkingu sjúkraliða á einkennum vefjagigtar og tengdra sjúkdóma.
Lífstílssjúkdómar og lífsstílslyf

Lífstílssjúkdómar og lífsstílslyf

Fjar-
kennsla
í beinni
Nýtt
Skoða nánar
Á námskeiðinu verður farið yfir þá lífsstílssjúkdóma sem taldir eru ein algengasta dánarorsök fólks í heiminum. Fjallað verður um þau úrræði sem nota má í baráttunni við þessa sjúkdóma, m.a. lífsstílslyf.
Hugræn atferlismeðferð við svefnleysi

Hugræn atferlismeðferð við svefnleysi

Skoða nánar
Á námskeiðinu verður svefn, svefntruflanir og tengsl svefns við líkamlega og geðræna heilsu skoðuð. Höfuðáhersla verður lögð á að fjalla um langvarandi svefnleysi og kynna hugræna atferlismeðferð. Markmiðið er að sjúkraliðar þekki grunnatriði þeirrar meðferðar að námskeiði loknu.
Slökun og slökunaræfingar í starfi sjúkraliða

Slökun og slökunaræfingar í starfi sjúkraliða

Nýtt
Skoða nánar
Á námskeiðinu fá sjúkraliðar kennslu og æfingu í að beita slökun á sjálfa sig sem og skjólstæðinga sína.
Straumlínustjórnun í heilbrigðisþjónustu

Straumlínustjórnun í heilbrigðisþjónustu

Nýtt
Skoða nánar
Áhersla verður lögð á að kynna straumlínustjórnun fyrir sjúkraliðum og hvernig hún getur gagnast í starfi innan heilbrigðisþjónustunnar.
Sykursýki og næring

Sykursýki og næring

Nýtt
Skoða nánar
Áhersla verður lögð á að kynna mismunandi tegundir sykursýki og helstu áhersluatriði varðandi mataræði hvers hóps fyrir sig.