Um árabil hefur Framvegis átt gott samstarf við Sjúkraliðafélag Íslands um símenntun og endurmenntun sjúkraliða.
Námskeið sjúkraliða hafa verið einn meginstofninn í námskeiðahaldi Framvegis.

Sjúkraliðanámskeiðin eru öll starfstengd og metin til launa fyrir stéttina. Framvegis nýtur liðsinnis fagráðs með uppbyggingu nýrra námskeiða og á í góðu samstarfi við aðrar símenntunarmiðstöðvar um námskeiðin.  Öll sjúkraliðanámskeiðin eru kennd í staðnámi en nokkur þeirra eru fjarkennd sem auðveldar sjúkraliðum á landsbyggðinni að sækja símenntun. 

Sjúkraliðabæklingur haust 2017

Hugræn atferlismeðferð við svefnleysi

Hugræn atferlismeðferð við svefnleysi

Skoða nánar
Á námskeiðinu verður svefn, svefntruflanir og tengsl svefns við líkamlega og geðræna heilsu skoðuð. Höfuðáhersla verður lögð á að fjalla um langvarandi svefnleysi og kynna hugræna atferlismeðferð. Markmiðið er að sjúkraliðar þekki grunnatriði þeirrar meðferðar að námskeiði loknu.
Slökun og slökunaræfingar í starfi sjúkraliða

Slökun og slökunaræfingar í starfi sjúkraliða

Nýtt
Skoða nánar
Á námskeiðinu fá sjúkraliðar kennslu og æfingu í að beita slökun á sjálfa sig sem og skjólstæðinga sína.
Straumlínustjórnun í heilbrigðisþjónustu

Straumlínustjórnun í heilbrigðisþjónustu

Nýtt
Skoða nánar
Áhersla verður lögð á að kynna straumlínustjórnun fyrir sjúkraliðum og hvernig hún getur gagnast í starfi innan heilbrigðisþjónustunnar.
Sykursýki og næring

Sykursýki og næring

Nýtt
Skoða nánar
Áhersla verður lögð á að kynna mismunandi tegundir sykursýki og helstu áhersluatriði varðandi mataræði hvers hóps fyrir sig.