Flokkar: Lengra nám

Tæknilæsi og tölvufærni / Technical literacy and computer skills

Í heimi þar sem tæknibreytingar eru örar verður þörfin á að fólk uppfæri tölvufærni sína og tæknilæsi sífellt fyrirferðarmeiri og aðkallandi að mæta fólki á vinnumarkaði hvað varðar færniþróun á þessu sviði.

Að námi loknu á sá sem situr námið að hafa öðlast þekkingu og leikni sem stuðla að jákvæðu viðhorfi gagnvart tækjum og upplýsingatækni auk þess að hafa styrkt grunnþekkingu sína og færni í upplýsingatækni. Lykilatriði að þau sem námið sitji öðlist aukna trú á eigin getu við vinnu í stafrænu umhverfi og geti þannig haldið í við nýjungar í tækniheiminum. Auk almennrar tæknifærni og læsis er í náminu fjallað um stýrikerfi, skýjalausnir, sjálfvirkni og gervigreind, öryggisvitund auk fjarvinnu og fjarnáms. 

Námið er sett þannig upp að það er auðvelt verði að laga það að mismunandi starfsemi, atvinnugreinum eða aðstæðum í atvinnulífinu og tekið er tillit til tækniframfara og breytinga sem eiga sér stað á hverjum tíma. 

Einnig bjóðum við stofnunum og fyrirtækjum að setja af stað lokaða hópa.

Kennt á íslensku og ensku.

Next course in English starts on August 19 and gradutation is September 11 2024. Mondays to Thursdays from 09:00-12:0

Viðfangsefni

 • Tæknifærni og tæknilæsi
 • Stýrikerfi
 • Skýjalausnir
 • Sjáfvirkni og gervigreind
 • Öryggisvitund
 • Fjarvinna og fjarnám

Hér er nánari lýsing á náminu 

Hæfniviðmið

Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: 

 • Að vélbúnaður og hugbúnaður vinna saman og takmörkum þeirrar samvinnu
 • Stillingum á notendaviðmóti stýrikerfa
 • Að skýjalausnir eru gagnageymsla og vinnslusvæði og þeim kostum sem felast í því að vinna og vista gögn í skýjalausn
 • Birtingarmyndum helstu rafrænna ógna sem tækjum, vél- og hugbúnaði stafar hætta af
 • Samskiptum og samvinnu í upplýsingatækni
 • Tækjum og hugbúnaði sem notaður er í fjarvinnuAð sjálfvirkni og gervigreind getur auðveldað vinnu í upplýsingatækni

Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:

 • Taka þátt í fjarvinnu og fjarnámi
 • Velja vélbúnað og hugbúnað út frá notkun og þörfum eigin vinnuumhverfis
 • Stilla notendaviðmót stýrikerfa þannig að þau verði notendavæn fyrir viðkomandi
 • Vista og vinna með gögn, deila þeim og hafa samskipti í skýjalausnum
 • Velja vélbúnað og hugbúnað út frá notkun og þörfum eigin vinnuumhverfis

Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Móta jákvæð viðhorf gagnvart tækjum og upplýsingatækni
 • Styrkja grunnþekkingu sína og færni í upplýsingatækni
 • Hafa trú á eigin getu við vinnu í upplýsingatækni og tileinka sér nýjungar og nýtt skilvirkara vinnulag
 • Nýta vélbúnað og hugbúnað sem hæfir viðfangsefni og vinnuumhverfi
 • Nota stillingar notendaviðmóts stýrikerfis sem auka skilvirkni og henta vinnuumhverfinu
 • Nota vinnuaðferðir í skýjalausnum sem henta vinnuumhverfinu til þess að hagræða og auka skilvirkni
 • Viðhalda öryggi tækja, gagna, skýjalausna og netkerfa í sínu nánasta stafræna umhverfi
 • Eiga viðeigandi og góð samskipti við aðra í samvinnu og fjarvinnu í upplýsingatækni
 • Geta skipulagt vinnu sína í upplýsingatækni og nýtt sjálfvirkni til hagræðingar

Fyrirkomulag

Fyrir hver

Námið er fyrir öll þau sem vilja efla skilning sinn á stafrænum heimi og efla grunnhæfni í upplýsingatækni. 

Lengd náms
Námið eru 42 klukkustundir. 
Verð
19.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga. 

Nánari upplýsingar

Helga Tryggvadóttir s. 581 1900, helga@framvegis.is 

Flokkar: Lengra nám