Flokkar: Gott að vita

Förðun og umhirða húðar

Förðun skiptir okkur öll máli, hvort sem við förðum okkur mikið eða lítið viljum við vera með fallega förðun. Að farða sig fallega styrkir sjálfsmyndina og um leið vellíðan. Það vefst fyrir mörgum hvernig á að farða sig og er því tækifæri hér að læra réttu handtökin.

Heiðdís Einarsdóttir förðunarfræðingur og hársnyrtimeistari heldur stutt námskeið í förðun og umhirðu húðarinnar bæði fyrir og eftir förðun. Farið er yfir rétt val á farða fyrir hverja húðtýpu, hvernig er best að skyggja og setja ljóma á húðina með tilliti til andlitsfalls, litarháttar og fleira. Einnig er kennd tækni við að beita förðunarburstunum rétt og nokkrar leiðir til að gera fallegan augnskugga með sýnikennslu.

Í lokin fá öll tíma með Heiðdísi við að fara yfir snyrtidótið sitt og biðjum við ykkur um að taka það förðunardót með ykkur sem þið eruð að nota eða eigið. Heiðdís fer síðan yfir hvað hvert og eitt á og hverju má mögulega bæta við.

Hámark 10 þátttakendur.

Dagsetning: Þriðjudagur 5. nóvember.

Kl. 18:00-20:00.

Lengd: 2 klst.

Staður: Framvegis, Borgartún 20.

Leiðbeinandi: Heiðdís Einarsdóttir förðunarfræðingur og hársnyrtimeistari

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita

Ummæli

Gaman að hittast og tala um förðun og förðunarvörur. Heiðdís lifandi og skemmtileg kona og stemning kvöldsins fannst mér virkilega góð. Bestu þakkir fyrir mig.

 

-

Takk fyrir að bjóða upp á þetta námskeið. Ég hef aldrei farið í förðun og kann mjög lítið í þeirri listgrein sem förðun er og lærði heilan helling.

-

Bara frábært í alla staði. Leiðbeinandinn frábær, glaðleg og yndisleg. Takk kærlega fyrir mig.

-