Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

Vímuefnaröskun meðal eldri borgara, skaðaminnkun/meðferð/úrræði

Á námskeiðinu verðu fjallað um leiðir til að bregðast við vímuefnaneyslu eldri borgara, skoðaðar nýjustu rannsóknir á sviðinu og þá farið í hvernig greina má neysluna til að brugðist sé við á viðeigandi hátt. Skoðuð verður staða þeirra sem fara inn í efri árin með vímuefnaröskun og einnig þeirra sem hefja neyslu vímuefna þegar á efri ár eru komin. Farið verður yfir hugmyndafræði skaðaminnkunar, hvernig hún getur nýst í starfi með eldra fólki og jafnframt hvernig vinna með tvígreindum eldri einstaklingum í skaðaminnkun gengur. Áfengis og/eða lyfjaneysla er vaxandi vandamál meðal eldri borgara, hvernig bregðumst við við?
Leiðbeinandi:   Svanur Heiðar Hauksson félagsráðgjafi.
Námsmat:          100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.

Fjarkennsla: FULLT 
Tími: 9. nóvember
Kl: 17:00 - 22:00
Punktar: 6 punktar
Verð: 18.150 kr.

 

Flokkar: Símenntun Sjúkraliða