Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

Viðbótarmeðferðir í hjúkrun eru notaðar með það að markmiði að draga úr einkennum eins og verkjum, ógleði og kvíða og þannig stuðla að bættum lífsgæðum sjúklinga. Átt er við meðferðir eins og nudd, slökun, tónlistarmeðferð og ilmolíur. Á námskeiðinu verða kynntar viðbótarmeðferðir og hvernig má hagnýta þær í starfi.  Fyrirlestrar verða um helstu flokka meðferða, notkun þeirra og rannsóknir. Farið verður í hugtök, skilgreiningar, kenningar og hugmyndafræði  nokkurra meðferða. Verklegar æfingar verða í nuddi og slökun þar sem lögð er áhersla á hagnýtingu þeirra í starfi.
Leiðbeinandi: Kristín Rósa Armannsdóttir
Námsmat:      100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.

Staðkennsla:
Tími:                   6. og 7. mars
Kl:                       17:00 - 21:00
Lengd:                10 punktar
Verð:                   32.500 kr.