Flokkar: Gott að vita

Á þessu námskeiði kynnumst við vatnslitum og bleki og ýmsum tónum bleksins ásamt því að prufa okkur áfram með að nota blek sem undirtón fyrir vatnslitamynd. Málað er með penslum, pennastöngum og prikum. Engin kunnátta er nauðsynleg, heldur er vinnustofan hugsuð sem stund til að prufa sig áfram með skemmtilega tækni og njóta augnabliksins í skapandi og notalegu umhverfi.

Efni og áhöld eru innifalin í þessu námskeiði en þátttakendur eru hvattir til að koma með eigin vatnsliti og pensla ef þeir eiga þá til.

Tvö námskeið:

Námskeið 1: Mánudagur 26. febrúar kl. 18:00-21:00

Námskeið 2: Mánudagur 4. mars kl. 18:00-21:00

Lengd: 3 klst

Staður: Studio Hraun í Laugardalnum í Reykjavík, Hraunteigi 26

Leiðbeinandi: Linda Ólafsdóttir myndlistakona og rit- og myndhöfundur barnabóka. Hún hefur myndlýst fjölda bóka ásamt því að kenna námskeið í teikningu, myndlýsingum og málun www.lindaolafsdottir.com.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.