Tilgangur námsins er að efla hæfni þeirra sem vinna við, eða hafa hug á að vinna við, tölvuviðgerðir og að þjónusta tölvukerfi. Markmið námsins er að námsmenn öðlist grunnhæfni á sviði tölvuumsjónar. Í náminu er áhersla lögð á að námsmenn öðlist almenna þekkingu og leikni í að sinna viðgerðum, uppsetningu og uppfærslum á tölvum, hugbúnaði og kerfum. Þeir vinna með vélbúnað, stýrikerfi og hugbúnað ásamt því að greina og gera við algengar bilanir og leysa tæknivandamál. Að loknu námi í Tölvuumsjón geta námsmenn bætt við sig hæfni á þessu sviði, til dæmis í kerfisstjórn.
Námsgreinar
Nánari upplýsingar um námið er að finna í námskrá
Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Námið er fyrir þá sem eru 18 ára og eldri. Þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi.
Engin próf eru í náminu en nemendur þurfa að hafa 80% mætingu til að útskrifast. Boðið er upp á fjarnám í beinni sem þýðir að hvar sem nemendur eru staddir í heiminum geta þeir tekið þátt í náminu.
294 kennslustundir eða 334 klukkustundir í kennslu (námskráin er í heild 334 klukkustundir, þar af 196 með leiðbeinanda og 138 án leiðbeinanda)
92.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.
Heimild er til að meta námið til allt að 17 eininga í framhaldsskóla.
Skráning fer fram hjá félögum okkar í
Framvegis, sími 581 1900 og framvegis@framvegis.is