Flokkar: Lengra nám

Námsleiðin Tækniþjónusta kennd er í samstarfi við NTV. Námið byggir á hagnýtum viðfangsefnum tengdum tækniþjónustu við viðskiptavini og samstarfsfólk. Í náminu er áhersla lögð á að byggja upp grunnþekkingu á vélbúnaði, stýrikerfum, hugbúnaði og netkerfum og þjálfa námsmenn í að veita almenna þjónustu við uppsetningu og tengingar, greina einfaldar bilanir og bregðast við þeim. Markmið námsins er að starfsfólk í tækniþjónustu hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum verkefnum starfsins samkvæmt starfaprófíl.

Námsgreinar

 

  • Verkferlar i tækniþjónustu
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Tæknibúnaður
  • Netkefni
  • Greining tæknilegra vandamála og bilana
  • Ráðgjöf og leiðsögn
  • Tæknileg aðstoð/viðgerðir
  • Þjálfun á vinnustað.

Nánari upplýsingar er að finna í námskrá

Hæfniviðmið

 

Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • vinnubrögðum, verkferlum og reglum sem tilheyra starfi starfsmanns við tækniþjónustu.
  • algengum tæknibúnaði og virkni hans.

Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:

  • fylgja fyrirfram ákvörðuðum verkferlum og reglum á vinnustaðnum/í starfgreininni.
  • aðstoða viðskiptavini við að leysa úr einföldum tæknilegum vandamálum.
  • vinna með öðrum við lausn tæknilegra vandamála.

Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • greina og leysa úr algengum tæknivandamálum viðskiptavina.
  • veita viðskiptavinum viðeigandi ráðgjöf og leiðsögn.
  • fylgja málum eftir til enda þannig að viðskiptavinir fái úrlausn vandans. 
  • tryggja að meðferð persónuupplýsinga og gagna sé í samræmi við reglur fyrirtækisins og gildandi lög.

Inntökuskilyrði

Námið er fyrir þá sem eru 18 ára og eldri. Þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi. Þetta á þó ekki við um nemendur sem skrá sig í námið í gegnum verkefnið Nám er tækifæri hjá VMST.

Tilhögun náms

Kennt í samstarfi við NTV og fer námið fram þar, að Hlíðarsmára 9 í Kópavogi.

 

Námið byggir annars vegar á fræðilegri kennslu í formi heimalesturs og fyrirlestra en mikil áhersla er lögð á verkefni, m.a. verklegar æfingar þar sem unnið er með alvöru tölvubúnað. Nemendum eru kennd rétt og vönduð vinnubrögð. Verklegar æfingar fara fram á sérútbúnu tölvuverkstæði.

Lengd náms

140 klukkustundir

Verð

69.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga. 

Einingar

Heimild er til að meta námið til allt að 8 eininga í framhaldsskóla.

Nánari upplýsingar hjá Framvegis í síma 581 1900 og framvegis@framvegis.is