Flokkar: Gott að vita

Gómsætt námskeið þar sem farið verður yfir allt sem þarf að til að gera fjölbreyttar útgáfur af súrkáli heima og þátttakendur fá bækling með öllum nauðsynlegum upplýsingum. Þátttakendur búa til krukku af súrkáli og læra þannig réttu handtökin og haldin veður súrkálsveisla þar sem boðið er upp á alls kyns súrkál og meðlæti. Alvöru gerjað súrkál er ekki bara ljúffengt heldur er það einnig bráðhollt og inniheldur mikið af góðgerlum.

Dagsetningar: Miðvikudagur 14. febrúar

Kl: 18:00-21:00

Lengd: 3 klst.

Staður: ,,Súrkálshöllin“ Bæjarhrauni 24, Hafnarfirði, bakhús fyrir aftan PGV.

Leiðbeinandi: Súrkálsdrottningin Dagný Hermannsdóttir er kennari að mennt. Hún hefur kennt súrkálsgerð í fjölda ára, er höfundur bókarinnar ,,Súrkál fyrir sælkera“ og framleiðir súrkál undir sama heiti.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.