Flokkar: Lengra nám

Sölu- markaðs- og rekstrarnám

Sölu,- markaðs- og rekstrarnám (SRM nám) er ætlað fólki í markhópi framhaldsfræðslunnar sem vinnur við sölustörf eða hefur hug á að stofna til eigin reksturs. Tilgangur námsins er að veita námsmönnum tækifæri til að auka hæfni sína og bæta við sig lykilfærni á sviði sölu,- markaðs- og rekstrarmála. Námsbrautin er unnin í samvinnu við Promennt og er styrkt af Fræðslusjóði.

Námsgreinar

  • Tölvu- og upplýsingatækni
  • Frumkvöðlafræði og fyrirtækjasmiðja
  • Gerð kynningarefnis
  • Markaðssetning á netinu
  • Markaðsrannsóknir
  • Almenn markaðsfræði
  • Markaðsetning og samfélagsmiðlar
  • Námsdagbók og markmiðasetning
  • Námstækni
  • Framsögn og framkoma
  • Samskipti
  • Sölutækni og viðskiptatengsl
  • Verslunarreikningur
  • Áætlanagerð í töflureikni 
  • Verkefnastjórnun
  • Lykiltölur og lausafé
  • Gerð viðskiptaáætlana - Lokaverkefni
  • Samningatækni

Nánari upplýsingar er að finna í námskrá 

Hæfniviðmið

Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Sölu-, markaðs- og rekstrarmálum.

Námsmaður skal hafa öðlast leikni í:

  • Gerð ýmissa áætlana í tengslum við sölu- , markaðs- og rekstrarmál og fylgja þeim eftir.
  • Að stýra verkefnum.

Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Undirbúa eigin rekstur.
  • Starfa við sölu- og markaðsmál.
  • Stofna einkahlutafélag og gera markaðs-, rekstrar- og viðskipatáætlun fyrir félagið.

Inntökuskilyrði

Námið er fyrir þá sem eru 18 ára og eldri. Þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi. Þetta á þó ekki við um nemendur sem skrá sig í námið í gegnum verkefnið Nám er tækifæri hjá VMST.

Tilhögun náms

Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:00 - 21:00. Gert er ráð fyrir kennslu á laugardögum í stundaskrá en sú kennsla fer öll fram í formi vendináms. Það þýðir að  ekki kennt í kennslustofu þá daga. Engin próf eru í náminu en nemendur þurfa að hafa 80% mætingu til að útskrifast. Boðið er upp á fjarnám í beinni sem þýðir að hvar sem nemendur eru staddir í heiminum geta þeir tekið þátt í kennslustundum. Auk þess er lögð áhersla á vendinám. 

Lengd náms

432 kennslustudir eða 288 klukkustundir í kennslu (námskráin er í heild 440 klukkustundir, þar af 288 með leiðbeinanda og 152 án leiðbeinanda)

Verð

125.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga. 

Einingar

Heimild er til að meta námið til allt að 22 eininga í framhaldsskóla.

Skráning hjá samstarfsaðilum okkar í 

Merki Promennt 

 

Nánari upplýsingar

Hjá Framvegis í síma 581 1900 og framvegis@framvegis.is 

Flokkar: Lengra nám