Flokkar: Gott að vita

Árið 2023 er ár mikilla breytinga í íslensku samfélagi en þá ætlum við sem þjóð að innleiða hringrásarhagkerfi. Það krefst þátttöku allra; allir verða að leggja hönd á plóg og skapa verðmæti úr því sem við höfum áður hent og hugsað illa um. Lærðu að að nýta betur það sem   þú átt, kaupa minna og henda minna. Svo skulum við flokka.

Dagsetningar: Miðvikudagur 1. mars.

Kl. 19:00-20:30

Lengd: 1,5 klst

Staður: Framvegis, Borgartún 20, 3. hæð

Leiðbeinandi: Freyr Eyjólfsson er verkefnastjóri hringrásarhagkerfis hjá SORPU og á að baki áralanga reynslu í fjölmiðlum.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.