Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

Á námskeiðinu verður fjallað ónæmisgalla og mótefnaskort. Farið verður yfir starfsemi ónæmiskerfisins, helstu bilanir, meðferðir og hvernig má styrkja það. Skoðaðar verða nýjungar og hvers má búast í framtíðinni. Einnig verður farið yfir hvað mótefni eru og mótefnameðferðir. Mótefnagjöf í æð og undir húð skoðuð auk verklegrar kennslu fyrir heimagjöf.
Að lokum kemur fólk frá Lind, félags fólks með ónæmisgalla, og lýsir sjónarhorni sjúklingsins.

Leiðbeinendur: Sólrún Melkorka Maggadóttir, sérfræðilæknir, Hrefna Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Þórunn Marsilía Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur og Guðlaug Bjarnadóttir og Súsanna Antonsdóttir frá Lind, félagi fólks með ónæmisgalla.

Námsmat:      100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Tími:              15. og 16. maí
Klukkan:        17:00 – 21:00
Punktar:        10 punktar

Heiti námskeiðs Dags. Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Staðkennsla 15.05.2024 - 16.05.2024 15, og, 16, maí 17:00 - 21:00 Framvegis, Borgartún 20 39.500 kr. Skráning