Á námskeiðinu öðlast þátttakendur grunnþekkingu í ofbeldisfræðum, mismunandi birtingarmyndum ofbeldis, orsökum og eðli ásamt því að kynnast þeirri meðferð sem beitt er til að hjálpa fólki að hætta að beita ofbeldi. Markmiðið er að auka eigin færni í að koma auga á og þekkja ofbeldi ásamt því að kunna skil á þeim úrræðum sem eru í boði bæði fyrir þolendur og gerendur. Ofbeldi hefur margvíslegar birtingarmyndir og þegar ofbeldi er annars vegar er margt sem þarf að hafa í huga. Rætt verður um uppruna ofbeldisins, hvað það eiginlega er, hvernig það þróast, veruleika þeirra sem því beita og hvernig er hægt er að takast á við það í meðferð? Þá verður lögð áhersla á úrræðin sem í boði eru, tilvísanir og viðeigandi viðbrögð.
Lögð er áhersla á virkni nemenda á námskeiðinu.
Leiðbeinandi: Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur.
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Fjarkennsla: FULLT
Tími: 29. og 30. nóvember
Kl: 17:00 - 21:00
Punktar: 10 punktar
Verð: 28.900 kr.