Flokkar: Gott að vita

Bráðskemmtilegt, fræðandi og bragðgott námskeið.

Kimchi er kóreanskt súrkál og eins og annað gerjað grænmeti er  það fullt af góðgerlum og annarri hollustu. Að auki er það ótrúlega ljúffengt enda fer það nú sigurför um Vesturlönd. Á þessu námskeiði búum við til hefðbundið kimchi úr kínakáli.

Innifalið í námskeiðinu:

  • Fyrirlestur og verkleg kennsla
  • Allt hráefni
  • Kvöldsnarl með alls kyns súrkáli i aðalhlutverki
  • Bæklingur með uppskriftunum
  • Stór krukka af kimchi

Takmarkaður fjöldi verður á námskeiðinu til að tryggja að efnið komist vel til skila.

Dagsetning: Fimmtudagur 15. febrúar

Kl: 18:00-21:00

Lengd: 3 klst.

Staður: ,,Súrkálshöllin“ Bæjarhrauni 24, Hafnarfirði, bakhús fyrir aftan PGV

Leiðbeinandi: Dagný Hermannsdóttir en hún er framleiðandi Súrkals fyrir sælkera og hefur haldið  vinsæl í súrkálsgerð í fjölda ára. Hún er einnig höfundur bókarinnar ,,Súrkál fyrir sælkera“.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Ummæli

Frábært námskeið og kennari meiriháttar og mótttaka alveg einstök

Þátttakandi á námskeiði hjá Dagnýju í Gott að vita -

Þetta námskeið kom verulega á óvart alveg rosalega flott og gott

Þátttakandi á námskeiði hjá Dagnýju í Gott að vita -