Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

HAM gengur út á að læra að þekkja tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar sem stjórna líðan okkar og viðbrögðum ásamt því að finna leiðir til að brjóta upp hugsanamynstur eða hegðun sem veldur vanlíðan. Fjallað er um mikilvæg hugtök og kenningar. Kynntar verða helstu aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar svo sem skilgreiningar vandans, sókratísk samtalstækni, hugsanaskráning og endurmat hugsana. Skoðað verður hvernig grunnviðhorf og lífsreglur myndast og áhrif þeirra á hegðun og líðan viðkomandi. Farið verður yfir það hvernig HAM getur nýst við algeng vandamál, svo sem þunglyndi og kvíða og sálræn viðbrögð við líkamlegum sjúkdómum. 

Leiðbeinandi:   Guðbjörg Daníelsdóttir frá Núvitundarsetrinu.
Námsmat:          100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Tími:                  6., 7., 13. og 14. maí
Kl:                      17:00 - 20:00
Punktar:             15 punktar/kennslustundir
Verð:                  kr. 47.000

Heiti námskeiðs Dags. Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Staðkennsla 06.05.2024 - 14.05.2024 6, 7, 13, og, 14, maí 17:00-20:00 Framvegis, Borgartún 20 47.000 kr. Skráning