Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

Hinsegin heilbrigði - Aðstaða, orðræða og fræðsla skiptir höfuðmáli í góðri heilbrigðisþjónustu gagnvart minnihlutahópum

Á námskeiðinu verður hugtakið hinsegin heilbrigði skoðað og hvernig heilbrigðisstarfsfólk getur sinnt hinsegin einstaklingum af virðingu og fagmennsku. Hinsegin einstaklingar eru í öllum hópum sem leita í heilbrigðisþjónustu og þarf heilbrigðisstarfsfólk að vera með rétt tæki og tól í höndunum til að sinna þessum hópi. Hinsegin heilbrigði snýr að samfélagslegri samþykkt gagnvart hinsegin flórunni og áhuga hjá heilbrigðisþjónustu að sinna þessum hópi eftir besta megni.
Leiðbeinandi:   Sigurður Ýmir Sigurjónsson, ráðgefandi hjúkrunarfræðingur hjá Samtökunum 78.
Námsmat:          100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.

Fjarkennt:
Tími:                   22. og 23. apríl  
Kl:                      17:00 - 21:00
Punktar:             10 punktar
Verð:                   32.500 kr.