Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

Á námskeiðinu verður farið yfir hvað gerist í hjá konum á breytingaskeiðinu, algeng einkenni, aðferðir við greiningu og bjargráð. Einnig verður fjallað almennt um  kvenheilsu, að hverju þarf að huga varðandi lífstílsbreytingar, inngrip eins og hormónameðferðir og langtíma heilsufarsáhrif eftir tíðahvörf.

Leiðbeinendur: Sólrún Ólína Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og Steinunn Zophoníasdóttir, ljósmóðir með sérþekkingu á breytingaskeiði kvenna. 
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.

Tími: 11. mars
Klukkan: 17:00 – 22:00
punktar: 6 punktar
Verð: 20.500 kr.