Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar kemur að almennri útivist og fjallgöngum. Fjallað verður um undirbúning ferða, búnað, öryggi, næringu, kortalestur, umhirðu útivistarbúnaðar, þjálfun, leiðarval, lestri veðurspáa, skóreimingar svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið er í senn bóklegt og verklegt. Bóklegt í formi fræðslu og verklegt í þeirri merkingu að fara út í náttúruna.
Námskeiðið hentar þeim sem hafa ekki stundað fjallgöngur og útivist og vantar herslumuninn til þess að drífa sig út, en einnig þeim sem eru þegar að fara út og á fjöll og langar að hressa upp á þekkinguna og læra kannski eitthvað nýtt í leiðinni.
Dagsetningar: 17., 19. og 23. október
Kl. 17:00-21:00, síðasti tíminn kl. 17:00-22:00
Lengd: 13 klst.
Staður: Fyrri tveir tímarnir verða hjá Framvegis, Borgartúni 20 og sá síðasti úti í náttúrunni.
Leiðbeinandi: Guðmundur Örn Sverrisson framkvæmdastjóri Hugsjónar ehf. sem á og rekur Fjallafjör. Guðmundur Örn var fararstjóri hjá Ferðafélaginu Útivist á árunum 2013-2021 og skálavörður á árunum 2011-2012. Hann hefur meðal annars lokið reglubundnum námskeiðum í skyndihjálp í óbyggðum, rötun, vetrarfjallamennsku, undirbúningsnámskeiði í jöklaleiðsögn, jöklaleiðsögn 1 hjá AIMG, hópstjórn og komið að þjálfun fjölmargra fararstjóra.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.