Flokkar: Gott að vita

Golfnámskeið fyrir þá sem vilja kynnast þessu skemmtilega sporti og læra réttu tökin. Í fyrsta tímanum verða grunnatriði golfsveiflunnar kynnt, farið yfir búnað og annað sem skiptir máli. Í framhaldinu verður unnið nánar með grunnatriðin og stutta spilinu bætt við, vipp og pútt. Þetta námskeið hentar fyrir byrjendur og einnig þá sem eru aðeins komnir af stað í íþróttinni en vilja skerpa á grunnatriðunum. Þátttakendur þurfa sjálfir að koma með golfsett á námskeiðið og nota sín boltakort (sem er hægt að kaupa á staðnum).

Athugið að boðið er upp á tvo hópa á sömu dögum en sitt hvorum tímanum.

Dagsetning: Mánudagar og þriðjudagar 15.,16., 22. og 23. apríl.

Námskeið 1 kl. 17:00-18:00

Námskeið 2 kl. 18:00-19:00

Staður: Hraunkot, Golfklúbburinn Keilir, Hafnarfirði

Leiðbeinandi: Andrea Ásgrímsdóttir PGA golfkennari

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Ummæli

Þetta var alveg frábært námskeið og Andrea setti líka gleði og bros inní kennsluna.

Hún Andrea er dásamleg og frábær kennari.