Flokkar: Gott að vita

Á þessu námskeiði fær þátttakandinn tækifæri til að vinna með og auka við eigin þekkingu og færni fyrir eigin heilsu. Afleiðingar áfalla og streituvaldar er viðfangsefna okkar í námskeiðinu sem getur leitt til betri heilsu og bættra lífsgæða.

  • Að bera kennsl á ósjálfráð varnarviðbrögð
  • Að þekkja þolmörk
  • Að læra um áfallalíðan
  • Kynning á EMDR áfallameðferð.

Dagsetningar: Þriðjudagar 5. og 12. mars

Kl. 18:00-20:00

Lengd: 4 klst.

Staður: Framvegis, Borgartún 20.

Leiðbeinandi: Sigríður Björnsdóttir er sálfræðingur og starfar á sálfræðistofu Reykjavíkur. Hún sérhæfir sig í úrlausn áfalla, bæði flókinna áfalla og vegna áfallastreituröskunar auk almennrar sálfræðiþjónstu og EMDR handleiðari.

Sigríður hefur starfað sem sálfræðingur frá árinu 2018 og hefur víðtæka reynsu af meðferð geðrænna vandamála fullorðinna og ungmenna. Hún hefur haldið erindi og námskeið síðan 2004 um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum fyrir foreldra, starfsfólk skóla og félagasamtaka. Í meðferðarvinnu beitir Sigríður helst EMDR áfallameðferð.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.