Raunfærnimat þýðir einfaldlega að skoðað er hvað fólk kann og getur og það fært yfir í einingar í framhaldsskólum.

Framvegis er með það verkefni að framkvæma raunfærnimat gagnvart námskrá sjúkraliðabrautar. Þetta þýðir að þeir sem hafa starfað við umönnun eða tengd störf í a.m.k. þrjú ár og hafa ekki lokið formlegu námi umfram framhaldsskóla geta haft samband við okkur og við skoðum hvort viðkomandi á erindi í matið. 

Raunfærnimatið fer þannig fram að þátttakendur skila til okkar alls kyns upplýsingum um menntun og störf og fylla út lista þar sem þeir kortleggja hæfni síns. Sérstakir matsmenn fá síðan þessar upplýsingar og í kjölfarið eiga sér stað samtöl þar sem tekin er afstaða til þess hvort viðkomandi fær færni sína metna til eininga. Allan tímann í ferlinu er náms- og starfsráðgafi þátttakendum innan handar. Til mats eru fjórir áfangar, heilbrigðisfræði, næringarfærði, verkleg hjúkrun og samskipti.

Ef þú eða einhver sem þú þekkir á erindi í raunfærnimat á sjúkraliðabraut endilega hafðu samband við okkur. Nánari upplýsingar er að finna hér