Uppleið - nám byggt á hugrænni atferlismeðferð

Námskráin Uppleið – nám byggt á hugrænni atferlismeðferð lýsir námi sem ætlað er að ná til þeirra einstaklinga innan markhóps framhaldsfræðslu sem síst afla sér menntunar og greiða leið þeirra til áframhaldandi náms og virkni með hvatningu og sjálfstyrkingu að leiðarljósi. Markmiðið er að auka færni námsmanna til að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðfarðar (HAM) í daglegu lífi og breyta þannig hugsun, tilfinningum og hegðun og í kjölfarið viðhalda betri líðan. í námskránni er einnig að finna skimunarferli fyrir þunglyndi og kvíða sem mælt er með að notað verði áður en námið fer af stað.

Heildarlengd námsins eru 40 klukkustundir og kennt er í litlum hópum

Námskráin var unnin af Framvegis og voru helstu samstarfsaðilar Reykjalundur og SÍBS auk þess sem Þjónustumiðstöð Breiðholts kom inn í þróun skimunarferlis.

Við höfum góða reynslu af því að kenna námskrána og er áhugasömum, hvort sem er einstaklingum, fyrirtækjum eða stofnunum frjálst að hafa samband við okkur.

Krækja á námskrána 

 Velferðartækni

Námskráin Velferðartækni lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið skiptist í fimm námsþætti og er tilgangur þess að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa hug á að starfa við velferðarþjónustu. Markmiðið er að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við tækniþróun í velferðarþjónustu sem snýr að nýsköpun í tækni og nýtist við umönnun, verklega aðstoð, hjálpartæki, skipulag á heimilum, þjálfun, endurhæfingu, sérkennslu og atvinnu með stuðningi. Námslýsingin er hugsuð fyrir námsmenn, leiðbeinendur, vinnuveitendur og framhaldsfræðsluaðila sem vilja bjóða upp á nám fyrir þá sem starfa eða hafa hug á að starfa innan velferðarsamfélagsins.

Heildarlengd námsins er 40 klukkustundir.

Námsleiðin var þróuð í samstarfi við Símey 

Krækja á námskrána