Skimunarlisti - Tölvubraut Upplýsingatækniskólans

Markmiðið með skimunarlistanum er að leggja mat á hvort þú eigir erindi í raunfærnimat. Þú þarft ekki að hafa þekkingu á öllum þáttum til að eiga erindi í raunfærnimatið, það hefur enginn staðist öll viðmið hingað til.

Þeir sem vinna við tölvur þurfa að geta unnið sjálfstætt og skipulega. Forsendur fyrir raunfærnimati eru að þú hafir öðlast talsverða færni og er gerð krafa um 23 ára lífaldur og 3ja ára starfsreynslu í faginu.

Eftir að þú hefur skoðað skimunarlistann hér að neðan getur þú haft samband við Framvegis í radgjof@framvegis.is eða í síma 581 1900.

 

Forritun

Ég:

hef notað forritun í starfi mínu

þekki fylki (arrays) innan forritunar

get unnið með hvers konar strengjavinnslu (strings)

get hannað forrit með einföldum aðferðum

þekki gagnabreytur og reikniaðgerðir í forritun

get unnið með gagnagrunn

get hannað eigið klasasafn frá grunni og nýtt það í öðru verkefni

þekki einfalda miðlara (server)

þekki einfalda biðlara (client)

þekki helstu atriði í samskiptum biðlara og miðlara

get rökstutt lausnir sem ég hef valið í forritun

Vefhönnun

Ég:

nota vefhönnun í starfi mínu

get útbúið einfalda vefsíðu

get unnið með villumeðhöndlun (e.validation) með „Regular Expression“

þekki og nota HTML og CSS

hef grunnþekkingu og skilning á DOM

get sett upp myndefni og margmiðlunarefni á skalanlegum vef

þekki og get notað jQuery selectors

get notað jQuery viðbætur (plugins)

þekki til notkunar á jQuery Ajax

 Gagnasöfn/gagnasafnsfræði

Ég:

nota gagnasöfn í starfi mínu

get skoðað gögn í gagnasafni

get bætt við og uppfært gögn í gagnasafni

þekki fyrirspurnarmálið SQL

þekki föll (functions)

þekki PHP (t.d. get byggt upp HTML töflur,  veit hvernig GET og POST virkar með PHP, get lesið gögn úr gagnagrunni með PHP og SQL og get byggt upp einfaldan gangagrunnstengdan vef)

get hannað og smíðað einfaldar vistaðar stefjur (stored procedures)

get notað Pivot aðgerðir við framsetningu gagna

þekki vísa (indexa), uppbyggingu þeirra og hvernig best er að nota þá

Tölvutækni

Ég:

þekki mismunandi talnakerfi

þekki grunnaðgerðir í rökfræði: AND, OR og NOT

þekki Boolean reikniaðgerðir

get sett saman tölvu

get uppfært vélbúnað og stýrikerfi

get framkvæmt bilanaleit

get tengt og sett upp prentara

get notað aðgangsstýringar

Vefþróun

Ég:

þekki JavaScript og get unnið með það í vafra

þekki og get notað PHP

þekki og skil DOM

get búið til gagnagrunns tengdan vef með PHP

get unnið með HTML5 fyrir snjalltæki

skil og get unnið með JSON og Ajax

þekki og get unnið með fylki, föll og objects

Netkerfi

Ég:

þekki IPv4 og IPv6 staðlana

get tengt saman ýmsan tölvu- og netkerfisbúnað

get sett upp mismunandi stýrikerfi

get sett upp algengar grunnþjónustur á mismunandi stýrikerfum

get notað netkerfistól og herma til að skilja uppbyggingu netkerfa

hef færni í Static og Dynamic Routing

kann á DHCP

þekki á NAT

þekki á RSTP

þekki á Etherchannel

þekki á PPPoE

þekki á SNMP