Skrifstofuskóli er námsbraut sem Framvegis kennir í samstarfi við Promennt. Skrifstofuskólinn er fyrir fólk sem vill skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun eða er á leiðinni út á vinnumarkaðinn að nýju eftir hlé. Tilgangur námsleiðarinnar er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf. 

Heimild er til að meta námið til allt að 18 eininga í framhaldsskóla. 

Skrifstofuskólinn er námsbraut sem styrkt er af Fræðslusjóði atvinnulífsins og er námið ætlað fólki sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki, þ.e. hefur ekki útskrifast úr framhaldsskóla.

Markmiðið með Skrifstofuskólans er að í lok námsins hefur þátttakandi:

  • Eflt sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa á skrifstofu.
  • Aukið færni sína til að vinna störf á nútímaskrifstofu.
  • Aukið þjónustufærni sína.
  • Aukið námsfærni sína.
  • Aukið færni sína í ensku.
  • Mætt í a.m.k 80% kennslustunda samkvæmt stundaskrá.

Skráning hér