Flokkur: Endurmenntun Atvinnubílstjóra
Markmið:
Bílstjóri gangi af öryggi frá og festi mismunandi tegundir farms. Bílstjóri þekki reglur um, notkun farm- og fylgiskjala sem krafist er í flutningum bæði innanlands sem og á milli landa.
Að því er stefnt að bílstjórinn:
- þekki þá krafta sem hafa áhrif á vörubifreið í akstri og hvernig farmur hefur áhrif á aksturseiginleika hennar
- kunni að lesta bifreið og vagnlest af öryggi, sérstaklega m.t.t. dreifingu farms og útreikninga þar að lútandi.
- þekki og kunni að nota helstu tegundir festibúnaðar fyrir mismunandi farm
- þekki ákvæði í lögum og reglum um vöruflutninga í atvinnuskyni, búnað vörubifreiða, nauðsynleg skjöl og leyfi, sem og skyldur bílstjóra.
Framvegis áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef lágmarksþátttaka næst ekki á námskeiðið.