Flokkur: Endurmenntun Atvinnubílstjóra

Markmið námskeiðsins er að bílstjórinn þekki hugmyndafræði vistaksturs og með hvaða hætti hann getur lágmarkað eldsneytiseyðslu og umhverfismengun og hámarkað öryggi sitt og annarra í umferðinni með réttu aksturslagi.

Að því er stefnt að bílstjórinn skilji mikilvægi mengunarvarna og umhverfisverndar og þekki virkni vélarinnar og þau efni sem valda hvað mestum skaða í umhverfinu. Hann lærir að aka með vistvænum hætti þannig að hann geti lágmarkað eldsneytiseyðslu, t.d. með skynsamlegri notkun vélarafls og hemla og aki af öryggi.

Framvegis áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef lágmarksþátttaka næst ekki á námskeiðið.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð