Flokkur: Stök námskeið

Námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum í samstarfi við  Félag náms- og starfsráðgjafa. 

Námskeiðið er styrkt af samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF).

Markmið námskeiðsins er að auka hæfni náms- og starfsráðgjafa í að beita aðferðum núvitundar og jákvæðrar sálfræði. Þátttakendur öðlast grunnhæfni til að nýta núvitund með ráðþegum og til að efla sig í starfi. Þátttakendur fá einnig þjálfun í að nýta verkfæri jákvæðrar sálfræði í ráðgjöf, með áherslu á að greina styrkleika ráðþega og hvernig þeir geta nýtt sér þá til að ná markmiðum sínum. 

Ástundun núvitundar dregur úr streitu og vanlíðan og eykur námshæfi og afkastagetu. Jákvæð sálfræði leggur meðal annars áherslu á styrkleika fólks, en þeir sem þekkja styrkleika sína eru líklegri til að líða betur, afkasta meiru, sýna meiri seiglu og ná frekar markmiðum sínum. Námskeiðið mun þannig bæta í verkfærakistu náms- og starfsráðgjafa.

Dagurinn verður tvískiptur: Fyrir hádegi verður fjallað um núvitund og hvernig hún nýtist til að draga úr streitu og vanlíðan nemenda. Eftir hádegi verður fjallað um hvernig nýta má verkfæri jákvæðrar sálfræði í starfi náms- og starfsráðgjafa. Námskeiðið fer fram í formi fyrirlestra og æfinga þar sem þátttakendur æfa notkun þeirra verkfæra sem kennd verða á námskeiðinu.

Þátttakendur fá bókina Núvitund í dagsins önn eftir Bryndísi Jónu Jónsdóttur.

 

Hvenær 

Föstudagur 5. júní kl. 8:30 – 15:30

Hvar 

Framvegis Skeifan 11b - og hvar sem er.

Hægt verður að mæta á staðinn eða vera í Zoom. Krækja verður send til þátttakenda sem merkja við að vilja vera í fjarfundi þegar nær dregur.

Leiðbeinendur

Bryndís Jóna Jónsdóttir og Hildur Katrín Rafnsdóttir náms- og starfsráðgjafar og með MA diplomu í jákvæðri sálfræði.

Skráning og verð 

Þar sem um styrk frá SEF (Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara) er að ræða er námskeiðið náms- og starfsráðgjöfum í framhaldsskólum að kostnaðarlausu en kostar aðra 24.000 krónur. Þeir sem greiða fyrir námskeiðið gefa upp kennitölu greiðanda í skráningarferlinu. 

Náms- og starfsráðgjafar í framhaldsskólum eru í forgangi fyrir pláss á námskeiðið og er því skráð í tvo hópa. Annars vegar þá sem starfa í framhaldsskólum og hins vegar aðra, vinsamlega athugið að skrá ykkur í réttan hóp.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð