Farið verður í helstu atriði varðandi upplýsingatækni svo sem skýjalausnir, miðlalæsi, meðferð persónuupplýsinga ásamt skráningu í rafræn skjöl og tölvukerfi ýmisskonar. Lögð verður áhersla á að fara yfir hvernig hin ýmsu samskiptaforrit virka í spjaldtölvum og símum og veitt innsýn í hvernig þráðlaust net og Bluetooth vinna með nettengdum tækjum. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku á námskeiðinu og verða Chromebook tölvur á staðnum fyrir þá sem vilja en einnig er heimilt að koma með sína eigin fartölvu eða spjaldtölvu.
Leiðbeinandi: Sigurður Haukur Gíslason sérfræðingur í upplýsingatækni og miðlun.
Tími: 12. og 14. apríl
Kl: 17:00 - 20:00
Lengd: 6 stundir/punktar
Verð: 16.000 kr.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 12.04.2021 - 14.04.2021 | 12. og 14. apríl | 17:00-21:00 | Skeifan 11b | Skráning |