Tilgangur náms í Velferðartækni er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa hug á að starfa við velferðarþjónustu. Markmiðið er að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við tækniþróun í velferðarþjónustu sem snýr að nýsköpun í tækni og nýtist við umönnun, verklega aðstoð, hjálpartæki, skipulag á heimilum, þjálfun, endurhæfingu, sérkennslu og atvinnu með stuðningi.
Námið samanstendur af bóklegum og verklegum þáttum þar sem tengsl við vinnustaði eru mikilvæg til að þjálfa verklag og styrkja tengsl námsmanna við atvinnulífið. Gert ráð fyrir starfsþjálfun á vettvangi velferðarþjónustunnar í þeim verkþáttum og ferlum sem lögð er áhersla á.
Námsgreinar
Nánari upplýsingar má finna í námslýsingu
Hæfniviðmið
Hæfniviðmið náms Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Inntökuskilyrði
18 ára og eldri, þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi.
Tilhögun náms
Námið fer bæði fram með hefðbundinni kennslu og starfsþjálfun á vinnustað.
Lengd náms
40 klukkustundir.
Verð
15.000 kr.
Nánari upplýsingar hjá Framvegis í síma 581 1900 eða framvegis@framvegis.is