Flokkur: Gott að vita

Langar þig að borða grænna en veist ekki hvar þú átt að byrja?

Fjallað verður um helstu áskoranir sem einstaklingar standa fyrir þegar farið er úr hefðbundnu mataræði í átt að plönturíkara mataræði (vegan). Að hverju þarf að huga við innkaup, hverju er gott að skipta út fyrir hvað ásamt því að skoða hvaða næringarefni, vítamín og steinefni er nauðsynlegt að vera meðvituð um og þekkja hvaðan við fáum þau úr mataræðinu eða þurfum við jafnvel að taka þau inn sem fæðubótarefni.

Hvert skref í átt að grænna mataræði er jákvætt skref fyrir heilsuna þína og Jarðarinnar.

Dagsetning: Miðvikudagur 16. febrúar

kl. 17:30-19:00

Lengd: 1,5 klst

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Guðrún Ósk Maríasdóttir GÓHEILSA (goheilsa.is) 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning