Flokkur: Gott að vita

Áhugavert námskeið þar sem nemendur koma með sitt eigið ukulele. Svavar Knútur kynnir þetta bráðskemmtilega hljóðfæri og fer yfir grundvallaratriði í leik og söng með samspili og leiðsögn. Á þessum árstíma er kjörið að nota jólalögin til að læra á ukuleleið og þá er um að gera að læra nokkur góð jólalög saman. Ef þátttakendur eiga ekki Ukulele getur Svavar útvegað fyrirtaks hágæða ukulele til að byrja á, á kostnaðarverði (áhugasamir hafi samband í helga@framvegis.is). Þátttakendum er boðið að taka með sér barn eða barnabarn og læra saman á ukulele.

Dagsetning: Þriðjudagar 15. og 29. nóvember og 6. desember

Kl. fyrsti tíminn kl.18:00-20:00, annars 19:00-21:00

Lengd:  6 klst.

Staður: Framvegis, Borgartún 20.

Leiðbeinandi: Svavar Knútur tónlistarmaður

Athugið að þessi viðburður er eingungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð
1 15.11.2022 - 06.12.2022 Þriðjudagar 18-20 og 19-21 Framvegis, Borgartún 20