Flokkur: Gott að vita

U3A Reykjavík eða háskóli þriðja æviskeiðsins eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu sem vill afla sér og miðla þekkingu í virku félagsstarfi. Félagsmenn eru um 900, þeir fá tölvupóst með upplýsingum um viðburði.

Vikulegir fræðslufyrirlestrar í sal í Hæðargarði 31 eru kjarni starfseminnar, sem dæmi um nýlega fyrirlestra má nefna fyrirlestur um Borgarlínuna sem Hrafnkell Proppé, skipulagsfræðingur flutti, erindi um samskipti Íslands og Kína sem Baldur Þórhallsson, prófessor hélt og kynning á skýrslu um loftslagsbreytingar sem Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs flutti. Fyrirlestrarnir eru um fjölbreytt efni og þeim  er streymt til félagsmanna, þannig að hægt er að fylgjast með þeim óháð búsetu.  Námskeiði um Gyðinga, sögu, siði og menningu sem Jón Björnsson og Þorleifur Friðriksson halda er nú að ljúka og í framhaldi er áætlað að skipuleggja ferðalag á Gyðingaslóðir í Evrópu.

Einnig er farið í heimsóknir  til áhugaverðra stofnana á höfuðborgarsvæðinu og í dagsferðir á merka staði í nágrenni. Menningarhópur fór nýlega í heimsókn í Rokksafnið í Reykjanesbæ og heimsókn í Dómkirkjuna til að fræðast um sögu kirkjunnar er á döfinni. Síðastliðið haust var efnt til gönguferða

Þriðja æviskeiðið er ýmist miðað við fólk yfir fimmtugt eða sextugt en hver og einn ákveður í raun hvenær þriðja æviskeið hans hefst. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku í félaginu og engin próf eru tekin. U3A Reykjavík er hluti af alþjóðasamtökunum International Universities of the Third Age með fjölda þátttakenda um allan heim. Innan U3A Reykjavík er starfandi Vöruhús tækifæranna en það er markaðstorg tækifæra fólks á þriðja æviskeiðinu sem vill móta framtíðina á eigin forsendum. Vöruhúsið sendir út mánaðarlegt fréttabréf.

Dagsetning: Mánudagur 28. mars

Kl. 20:00-21:00

Lengd: 1 klst

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Birna Sigurjónsdóttir, formaður U3A Reykjavík

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsmenn Sameykis.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð