Flokkur: Stök námskeið

Markmið námskeiðsins er að styrkja þátttakendur og virkja í daglegu lífi og þeim aðstæðum sem þeir glíma við.

Tilgangur námskeiðsins er að einstaklingar öðlist trú á eigin getu og verði þannig betur í stakk búnir til að standa með sjálfum sér, geti átt góð og jákvæð samskipti við aðra og verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Lögð er áhersla á að þátttakendur geti greint styrkleika sína og hæfni.

Efling sjálfsmyndar, sjálfsumhyggju, sjálfsþekkingar og félagslegrar færni er veigamikill þáttur á námskeiðinu. Samhliða þessu er m.a. lögð áhersla á  streitustjórnun, valdeflingu, að setja sér mörk, næringu, svefn og heilsu, skjá- og tölvufíkn, hreyfingu og útivist.

Efnistök á námskeiðinu

  • Styrking sjálfsmyndar (sjálfsumhyggja, sjálfsþekking)
  • Aukin félagsleg færni
  • Valdefling
  • Streitustjórnun
  • Næring, svefn og heilsa
  • Skjá- og tölvufíkn
  • Staðalímyndir, kynjamunur, jafnrétti o.fl.
  • Hreyfing / útivist / jóga
  • Markþjálfun
  • Náms- og starfsráðgjöf

Lengd

54 kennslustundir

Nánari upplýsingar

Ingibjörg Kristinsdóttir, s. 581 1900ingibjorg@framvegis.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð