Flokkur: Stök námskeið

Markmið námskeiðsins er að styrkja þátttakendur andlega og líkamlega til að takast á við þær aðstæður sem þeir eru að glíma við. Lögð er áhersla á að þátttakendur geti greint styrkleika sína og hæfni.

Líkamleg þjálfun, útivist, næring og heilsa er veigamikill þáttur á námskeiðinu. Samhliða því er lögð áhersla á félagslega færni, streitustjórnun, tjáningu og markmiðasetningu. Tilgangur námskeiðsins er að virkja einstaklinga til þátttöku í samfélaginu og veita þeim stuðning og fræðslu varðandi spennandi náms- og atvinnutækifæri sem standa til boða.

Lögð er áhersla á þjálfun í félagslegri færni, streitustjórnun, tjáningu, framsögn og að hver einstaklingur setji sér markmið. Rannsóknir hafa sýnt að líkamleg þjálfun dregur alment úr kvíða og þunglyndi og er það veigamikill þáttur á námskeiðinu. Lögð er áhersla á að virkja einstaklinga til þátttöku í samfélaginu og veita þeim stuðning og fræðslu varðandi þau náms- og atvinnutækifæri sem standa til boða.

Efnistök á námskeiðinu

  • Styrking sjálfsmyndar (sjálfsumhyggja, sjálfsþekking)
  • Náms- og starfsráðgjöf
  • Félagsleg færni / hópavinna
  • Næring og heilsa
  • Hreyfing / útivist / jóga
  • Markmiðasetning
  • Markþjálfun
  • Streitustjórnun

Lengd

54 kennslustundir

Nánari upplýsingar

Ingibjörg Kristinsdótir, s. 581 1900, ingibjorg@framvegis.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð