Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

HeklnámskeiðLangar þig að hekla teppi? Þá er þetta klárlega námskeiðið fyrir þig. „Teppahekl er í miklu uppáhaldi hjá mér, það fyrsta sem ég lærði sjálf að hekla var teppi og þekki því vel sjálf hvað teppi eru þægileg byrjendaverkefni.“ Segir Elín leiðbeinandi á námskeiðinu.

Þátttakendur fá 5 uppskriftir af teppum og heklaðar eru prufur, líklegast nær enginn þó að hekla eftir öllum uppskriftum á námskeiðinu sjálfu.

Gott er að taka með sér garnafganga og heklunál sem hæfir, einnig er hægt að kaupa sér garn á staðnum og heklunál.

Hentar byrjendum.

Dagsetning: Miðvikudagur 28. október

Kl. 19:00-22:00

Lengd: 3 klst

Staður: Handverkskúnst, Hraunbær 102a, 110 Reykjavík

Leiðbeinandi: Elín Guðrúnardóttir er heklari í húð og hár og tekur heklið með hvert sem hún fer. Elín hefur haldið námskeið síðan 2012 og kennt ótal mörgum að hekla. Hún trúir ekki að það sé nein rétt eða röng leið til þess að halda á heklunál eða hekla, það eina sem skiptir máli að skapa og hafa gaman.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning