Flokkur: Stök námskeið

Tilgangur:

Að styrkja þátttakendur (andlega og líkamlega) til að takast á við breyttar aðstæður sem þeir standa frammi fyrir og þær hindranir sem þeim fylgja. Lögð er áhersla á að hver og einn geti greint styrkleika sína og hæfni og þar með aukið starfshæfni sína.

Markmið:

Að efla ungt fólk að takast á við hraðar breytingar og kröfur vinnumarkaðarins með því að auka sjálfstraust og trú á eigin getu en með þessu verður auðveldara að taka ákvörðun um stefnu í lífinu og öryggi í atvinnuleit eykst.

Lýsing:

Á námskeiðinu Taktu stefnuna er lögð áhersla á að þátttakendur efli sig á uppbyggilegan og jákvæðan hátt þannig að þeir geti nýtt þau tækifæri sem bjóðast á vinnumarkaði. Þátttakendur fá m.a. þjálfun í félagslegri færni, streitustjórnun, tjáningu, framkomu, að setja sér markmið og áætlun um hvernig megi ná þeim. Fjallað verður um markvissar leiðir til að koma sér á framfæri á vinnumarkaði og stuðningur og fræðsla veitt varðandi náms- og atvinnutækifæri sem í boði eru. Veigamikill þáttur felst í hreyfingu og útivist, næringu og heilsu en rannsóknir hafa sýnt fram á að þessir þættir draga almennt úr vanlíðan.

Efnistök á námskeiðinu

 • Tjáning & framkoma
 • Styrking sjálfsmyndar:
  • sjálfsumhyggja, sjálfsþekking
 • Náms- og starfsráðgjöf
  • Markmiðasetning, ferilskrárgerð & atvinnuviðtalsbúðir
 • Streitustjórnun (gjörhygli)
 • Félagsleg færni / hópavinna
 • Næring og heilsa
 • Markþjálfun
 • Hreyfing / útivist / jóga

Lengd námskeiðs

36 klst

 Nánari upplýsignar

Sími 581 1900 og framvegis@framvegis.is

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð