Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Námskeiðið felur í sér kynningu á mismunandi blóðtökukerfum (Becton Dickinson, Vacuette, Sarstedt). Farið verður yfir grundvallaratriði við sýnatöku og rætt um mikilvægi réttrar glasaröðunar. Þá verða ýmsir áhættuþættir sem varða sýnatöku skoðaðir, svo sem afleiðing of langrar stösunar. Jafnframt verða orsakir rauðkornarofs skoðaðar og rætt um hvernig hægt sé að stuðla að betri niðurstöðu mælinga. Einnig verður farið yfir ýmsar upplýsingar sem finna má í Þjónustuhandbók Landspítala.

ATH!   Fullt er á námskeiðið. Vinsamlega skráðu þig á biðlista ef eitthvað pláss losnar. Fyrstur kemur fyrstur fær. 
           
Leiðbeinandi:   Erla Bragadóttir, Lífeindafræðingur og kennslustjóri á Rannsóknarkjarna LSH, Edda Ásgerður Skúladóttir, lífeindafræðingur á Rannsóknarkjarna LSH og Brynhildur Ósk Pétursdóttir, lífeindafræðingur og kennslustjóri á Sýklafræðideild LSH

Tími:                  23. nóvember
Lengd:               5 klst. (6 punktar)
Kl.                      17:00 – 22:00
Verð:                  17.500 kr.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Staðnám 23.11.2022 23. nóvember 17:00 til 22:00 Framvegis, Borgartún 20, 3. hæð Skráning